Kort og GPS
Hægt er að nota GPS-kerfið (global positioning system) til að styðja kortaforritið. Finndu
út staðsetningu þína eða mældu fjarlægðir og hnit.
Áður en hægt er að nota GPS-virkni á símanum verður að para símann við samhæfan
GPS-móttakara sem notar þráðlausa Bluetooth-tækni. Nánari upplýsingar er að finna í
handbók GPS-tækisins.
Það getur tekið nokkrar mínútur fyrir símann að birta upplýsingar um staðsetningu eftir
að hann hefur verið paraður við Bluetooth GPS-tækið. Síðari tengingar ættu að ganga
hraðar fyrir sig en ef þú hefur ekki notað GPS í nokkra daga eða ert mjög langt frá þeim
stað sem þú notaðir það á síðast, getur það tekið nokkrar mínútur að nema og birta
staðsetningu þína.
GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af Bandaríkjastjórn sem ber alla ábyrgð
á nákvæmni þess og viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða fyrir
áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn og kann
að breytast í samræmi við stefnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um borgaralegt
GPS og alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði gervihnatta getur einnig
haft áhrif á nákvæmni. Staðsetning, byggingar, náttúrulegar hindranir auk
veðurskilyrða kunna að hafa áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja. Aðeins ætti að nota
GPS-móttakarann utanhúss til að taka á móti GPS-merkjum.
Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta
eingöngu á staðsetningargögn frá GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir staðsetningu
eða leiðsögn.