
Viðbótarþjónusta
Hægt er að uppfæra Kort og fá raddleiðbeiningar en til að nota slíkan búnað þarf
svæðisbundið leyfi. Nauðsynlegt er að hafa samhæft ytra GPS-tæki sem styður þráðlausa
Bluetooth-tækni til að nota þjónustuna.
Til að kaupa leiðsagnarþjónustu með raddleiðsögn velurðu Valmynd >
Skipuleggjari > Kort > Viðbótarþjónusta > Kaupa leiðsögn og fylgir
leiðbeiningunum.
Til að nota leiðsögn með raddleiðbeiningum verðurðu að leyfa kortaforritinu að
tengjast netkerfi.
Leyfið fyrir leiðsögninni er tengt við SIM-kortið. Ef annað SIM-kort er sett í símann
verðurðu beðin/n um að kaupa leyfi þegar þú ræsir leiðsögn. Þegar kaupin fara fram er
þér boðið að flytja leyfið sem þegar er til yfir á nýja SIM-kortið án endurgjalds.