
Aðgerðir án SIM-korts
Hægt er að nota suma valkosti í símanum án þess að SIM-kort sé í honum, eins og valkosti
skipuleggjara og leiki. Sumir valkostir eru dekktir í valmyndunum og þá er ekki hægt
að nota.
3. Símtöl
Símtöl hringd
Hægt er að hringja á nokkra vegu:
● Sláðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri, og ýttu á hringitakkann.
Til að hringja á milli landa skaltu ýta tvisvar sinnum á * takkann til að hringja úr
landinu (+ táknið kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins), velja landsnúmerið,
svæðisnúmerið (án 0, ef þörf er á því) og síðan símanúmerið.
● Þegar ýtt er einu sinni á hringitakkann í biðstöðu opnast listi með þeim
símanúmerum sem hringt hefur verið í. Veldu númer eða nafn og ýttu á
hringitakkann.