
Hleðsla rafhlöðunnar
1. Stingdu hleðslutækinu í samband í innstungu.
2. Stingdu snúru hleðslutækisins í samband neðst á símanum.
Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Hleðslutíminn veltur á því hvaða hleðslutæki er notað. Hleðsla
á BL-5CT rafhlöðu með AC-3 hleðslutæki tekur um það bil 1
klukkustund og 30 mínútur þegar síminn er í biðstöðu.
Tækið tekið í notkun
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
13