Nokia 5220 XpressMusic - Flýtiritun

background image

Textaritun

© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.

20

background image

● Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vilt slá inn ekki að finna

í orðabókinni. Orðinu er bætt inn í orðabókina með því að velja Stafa. Sláðu inn

orðið á venjulegan hátt og veldu Vista.

● Til að rita samsett orð færirðu inn fyrsta hluta orðsins og flettir til hægri til að

staðfesta. Svo slærðu inn síðari hluta orðsins og staðfestir það.

3. Byrjaðu að skrifa næsta orð.

5. Notkun valmyndarinnar

Í símanum er fjöldi valkosta (aðgerða) sem eru flokkaðir í valmyndir.
1. Veldu Valmynd til að opna valmyndina.
2. Flettu í gegnum valmyndina og veldu valkost (t.d. Stillingar).
3. Ef sú valmynd inniheldur fleiri undirvalmyndir skaltu velja undirvalmynd (t.d.

Símtals-stillingar).

4. Endurtaktu skref 3 ef undirvalmyndin inniheldur aðra undirvalmynd.
5. Veldu stillinguna.
6. Veldu Til baka til að fara aftur í fyrra valmyndarþrep.

Veldu Hætta til að loka valmyndinni.

Útliti valmyndarinnar er breytt með því að velja Valkostir > Aðalskjár valmynd. >

Listi, Tafla, Tafla með lýsingu eða Flipi.
Til að endurskipuleggja valmyndina flettirðu að því sem þú vilt færa og velur

Valkostir > Skipuleggja > Færa. Veldu hvert þú vilt færa valmyndina og veldu svo Í

lagi. Breytingarnar eru vistaðar með því að velja Lokið > .

6. Skilaboð

Hægt er að skrifa, senda og vista textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, tölvupóst og

hljóð- og leifturboð. Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustu er símafyrirtækið eða

þjónustuveitan styðja hana.

Texta- og margmiðlunarskilaboð

Þú getur skrifað skilaboð og hengt, til dæmis, mynd við. Síminn breytir textaskilaboðum

sjálfkrafa í margmiðlunarskilaboð þegar þau innihalda viðhengi.

Textaskilaboð

Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri skilaboð

eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi

við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum sumra tungumála, taka

meira pláss en venjulegir stafir og takmarka þannig þann stafafjölda sem hægt er að

senda í einum skilaboðum.